Road trip HVAÐ?
Jæja, ég ákveði að stela þessu frá henni Lilju! Gjör svo vel.. og nei, ég er ekki hætt að blogga, bara æjilega léleg að gera það ;)
p.s. takk fyrir þetta Lilja mín
p.p.s. Linkurinn hennar Lilju er vinstra megin
Jebbs við Hildur Sól. skelltum okkur í road trip á fimmtudaginn. Eins og við vorum búnar að ákveða beygðum við til hægri í göngunum og héldum svo sem leið lá að Dynjanda. Þar stoppuðum við og borðuðum ímyndað nesti (því ekkert var nestisboxið og röltum upp með fossinum. Tókum fullt af myndum auðvitað og það eina sem var ekki alveg eins og það átti að vera var að það var rigning og við ekki með aukaskó og sokka. Svo það var ekkert annað að gera þegar í bílinn var komið en að fara úr þessu blauta og vera bara á táslunum á meðan skór og sokkar þornuðu. En það var nú víst í lagi. Við tókum okkur bara allan daginn í að keyra og vorum ekkert að stressa okkur á neinum tíma og það var alveg frábært.
Eftir Dynjanda (fossinn þinn Hafrún sys., ef ég man rétt ) var svo haldið á Patró og þangað hef ég bara aldrei komið fyrr. Rúntuðum um allt og skoðuðum og fengum okkur svo að borða pizzu í Þorpinu, veitingastað þar. Þar sem ekki er hægt að fá pizzur hér lengur vorum við orðnar ansi pizzusvangar og urðum sko ekki fyrir vonbrigðum. Mjög fínt að borða þarna. Vantaði bara sætu strákana. Eftir það héldum við svo á Tálknafjörð þar sem Auður Birna og Ársæll voru í "brúðkaupsferð". Við ákváðum að bjóða þeim í garden partýið okkar og þar sem maður truflar ekki fólk í "brúðkaupsferð" með símtölum eða sms-um ákáðum við bara að birtast. Já, og auk þess sem dúfan hennar Hildar Sólveigar var svo þreytt.
Við vorum nú samt ekki búnar að vera þarna inni nema í 10 mínútur þegar Níels (pabbi Ársæls) var búinn að bjóða okkur í mat, bjór og gistingu. Og eiginlega má segja að hann hafi ekki linnt látum fyrr en við vorum báðar búnar að segja já við þessu öllu. Eftir matinn fórum við svo í "pollinn" og sátum þarna í guðsgrænni náttúrunni og sötruðum bjór, frænkurnar þrjár, en Ársæll keyrði. Eftir pollinn var svo setið fyrir utan hjá Níels og Sillu og borðaður harðfiskur og sötraður bjór og hvítvín eins og fólk vildi í sig láta. Mjög nice bara og veðrið alveg yndislegt. Hlýtt og þurrt.
Hehehe Alexander Hrafn var nú frekar hissa á að sjá okkur Hildi þarna því þetta var svo "kolvitlaus" staður fyrir okkur að vera á, en jafnaði sig nú fljótt og þegar hann svo sá okkur aftur daginn eftir varð hann alveg rosalega kátur oghló og skríkti og dillaði sér allur. heheh
En á föstudaginn þegar við vöknuðum um hádegisbil og vorum búnar að borða Brunsh hjá þeim Níels og Sillu var haldið heim á leið. Gátum því miður ekki tekið það jafn rólegar heim þar sem ég þurfti að komast á sjúkrahúsið í sjúkraþjálfun fyrir lokun og það rétt hafðist heheh.
Um kvöldið var svo garden partýið mikla heheh. Reyndar sátum við nú ekki nema 7 hérna úti en það var bara rosalega kósý og gaman og við Hildur skelltum okkur svo á Ísó að því loknu. Ég fór svo aftur að djamma á laugardaginn en Hidlur greyjið þurfti að vinna þá.
4 comments :
Verði þér bara að góðu Hildur mín.
Gaman að heyra að þú sért á lífi ;)
Takk fyrir síðast Hillary mín :) hehe... I love IKEA deits... endilega endurtaka það einhverntíman seinna, kannski í Sverige? við skuldum hvor annarri heimsókn! það er alla vega á hreinu. knús og kram, Vala Rún
Hæ krúsí
Sakna þín og garðpartýanna okkar alveg hjúts og vona að þú farir nú að blogga von bráðar aftur.
Knús í krús
Post a Comment