X-HILDUR SKEMMTANASTJÓRI!
Jæja, þá eru kosningar í Stjórn FSHA á morgun. Eins og staðan er akkurat núna, eru tveir að bjóða sig fram í Formann, tveir í Varaformann, ég er ein að bjóða mig fram í Skemmtanastjóra, og 4 komnir í Almenna Stjórn FSHA. Þetta eiga eftir að verða spennandi kosningar og því hvet ég alla til að mæta!!!
En, hvað er búið að vera að gerast í heimnum hennar Hildar?? Ég skal nu segja ykkur það. Í gær voru pallborðsumræður í matsalnum á Sólborg. Það eina sem við skulum minnast á um mína þáttöku er bara... HAHAHAHHAHAHA! Dísus hvað mín var eithvað stressuð og óheppin með orðin sín. Svo endaði ég alltaf setninguni með hærra tón en ég byrjaði setninguni á. Vávává, þetta var nú fyndið og mikið hlegið og gera gys af mér. harharhahr...
Heyrið, svo er sveitaball á morgun... eftir Aðalfundinn! Yoohooo, þannig að þetta verður skemmtileg og skrautleg helgi. Ætli maður fái sér smá öl? Ég veit nú ekki, getur verið að 'Svarta Lambið' fái sér eitt glas ;)
En jæja, þá er ég búin að skrifa eitt blogg á íslensku, vonandi eru þið 'hin' sátt við þetta!!!
Skjaldbakan kallar á mig og því verð ég að fara
H.S.E.